Fara í efni

Hólmurinn hefur margt að bjóða

11.11.2019
Fréttir

Stykkishólmur er títtnefndur í bloggi ávefsíðu ferðaþjónustufyrirtækisins Travel Iceland. Fyrirtækið er rótgróið íferðaþjónustu og hefur starfað frá árinu 1937 hér á landi.

Á síðunni er haldið úti bloggi þar sem ferðamenngeta sankað að sér upplýsingum um land og þjóð, fundið lista yfir vinsæla ferðamannastaði,listaverk og sýningar, matsölustaði og annað slíkt sem gott er að vita þegarlandið er skoðað. Fyrir skemmstu voru þar talin upp fimm helstu bæjarfélög og borgir á landinu sem vert er að heimsækja, þó borgin sé vissulega aðeins ein. Reykjavík trónir átoppi listans en þar á eftir koma Akureyri, Seyðisfjörður, Ísafjörður og loksStykkishólmur í fimmta sæti listans.

Stykkishólmi er lýst sem heillandi sjávarþorpi sem ennber ummerki danskra áhrifa frá fyrri tíð, í næsta nágrenni er mosagróiðhraunlendi og fallegt landslag. Þá er talað um framúrskarandi veitingastaði ogríka listmenningu í bænum sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni,the secret life of Walter Mitty. Greinin endar á upptalningu á eftirlætisveitingastað, bar, verslun og götu höfundar auk þess sem ekki má missa af (e. mustsee). Athygli vekur að eftirlætis barinn heitir ?Walter Mitty bar?, sem ersérstakt fyrir þær sakir að hann er ekki til, ekki í Stykkishólmi að minnstakosti. Af veitingastöðum er Narfeyrarstofa í uppáhaldi, af götum þykir Aðalgatanbera af og eftirlætis verslun höfundar er Gréta María Jewelry. Þá erEldfjallasafnið það sem ekki má missa af. Greinina má lesa hér.

Stykkishólmur er nefndur í fleiri greinum ásíðunni þar sem ferðamönnum er gert ljóst að Hólmurinn hafi margt að bjóða ogþangað sé vel þess virða að leggja leið sína. 

Getum við bætt efni síðunnar?