Fara í efni

Hjallatangi 1 og 3 augl. á ný eftir skipulagsbreytingu með 50% lækkun á gatnagerðargjöldum

24.06.2019
Fréttir
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti 30. apríl 2019, breytingu á deiliskipulagi við Móholt/Hjallatanga sem nær til tveggja lóða við Hjallatangann sem merktar eru E1 (Hjallatangi 1 og 3). Í breytingunni felst að heimilað er að byggja tvær til þrjár íbúðir á hvorri lóð og er heimilt að hafa innbyggða bílskúra þó að leiðbeinandi staðsetning sé felld út. Þá er gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum við hverja íbúð. Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var auglýst í B-deild stjórnartíðinda 23. maí 2019. 
Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar 20. júní 2019 eru lóðirnar að Hjallatanga 1 og 3 (E1) auglýstar að nýju til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði. 
Á sama tíma samþykkti bæjarstjórn að veittur yrði tímabundinn 50% afsláttur (lækkun) skv. 6. gr. laga nr. 153/2006, sbr. og 6. gr. samþykkta um gjatnagerðargjald í Stykkishólmsbæ, á gatnagerðargjöldum af byggingum á lóðunum Hjallatanga 1 og 3 m.v. gjaldskrá 2019, en lækkunarheimildin gildir til og með 31. desember 2019. 
  
Umsóknarfrestur er í samræmi við reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmsbæ
Nánari upplýsingar má finna á vef Stykkishólmbæjar og þá veitir bæjarstjóri og/eða skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar allar nánari upplýsingar í síma 433-8100 eða í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar.
Jafnframt er vakin athygli öðrum lausum lóðum sem áður voru auglýstar og skráðar eru á úthlutunarlista Stykkishólmbæjar sem finna má hér.
Getum við bætt efni síðunnar?