Fara í efni

Helstu fréttir komnar út

02.10.2023
Fréttir

Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Fréttaritið Helstu fréttir er samantekt af því sem hæst ber í fréttum frá sveitarfélaginu. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur, sér í lagi eldra fólks. Blaðið liggur því frammi á Miðstöð öldrunarþjónustu, Skólastíg 14 Stykkishólmi. Áhugasömum er bent á að næla sér í eintak þar.

Sjötta tölublað kom út í dag, 2. október. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að lesa rafræna útgáfu blaðsins.

Helstu fréttir

 
Getum við bætt efni síðunnar?