Helstu fréttir komnar út
Á vefsíðu sveitarfélagsins Stykkishólms má lesa helstu fréttir sem snúa að rekstri sveitarfélagsins, viðburðum og öðru tengdu sveitarfélaginu. Fréttunum er svo deilt á facebooksíðu Stykkishólms til að ná athygli sem flestra. Í byrjun aprílmánaðar kom fréttaritið Helstu fréttir út í fyrsta sinn. Blaðinu er ætlað að bæta upplýsingaflæði frá sveitarfélaginu og ná til þeirra sem ekki nota tölvur. Stór hluti markhópsins eru eldri borgarar, blaðið liggur því frammi á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi og í andyrri búseturéttaríbúða á Skólastíg. Einnig má nálgast blaðið í Ráðhúsinu í Stykkishólmi.
Þriðja tölublað kom út í dag, 1. júní. Rafræn útgáfa blaðsins er öllum aðgengileg á vefsíðu sveitarfélagsins en hana má nálgast hér að neðan.
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að lesa rafræna útgáfu blaðsins.