Fara í efni

Heimsókn frá heimshornaflökkurum

08.10.2018
Fréttir

Þessir ungu menn komu í heimsókn til okkar hérna í Ráðhúsinu í dag til þess að fá stimpil bæjarstjóra í ferðabækur sínar. Þeir Matthias Müller (t.v. við Jakob á myndinni) frá Sviss og Mark Wörle (t.v.) frá Þýskalandi eru að ferðast um heminn samkvæmt hefð aldagamals bræðalags sem á uppruna að rekja til Þýskalands, Der Rolandshcacht.

Samkvæmt hefðinni fara ógiftir og skuldlausir iðnaðarmenn í ferðalag um heiminn, breikka sjóndeildarhringinn og spreyta sig við nýjar aðstæður í 3 ár og einn dag til þess að geta talist fullgildir meistarar í sinni iðn. Matthias er smiður og Mark er steinsmiður og bera einkennisbúninga eftir því. Þá ganga þeir um með pípuhatt á för sinni, þó að Mark hafi týnt sínum fyrir skömmu er þeir félagar gengu á Heklu. Hann lagði áherslu á að það kæmi fram, þar sem það er illa séð af bræðralaginu að vera ekki með hattinn. Farangur þeirra þarf að rúmast í stórum bómullarklút sem er þeirra eina ferðataska og þá ferðast þeir ekki með snjallsíma eða slík tæki.

Að sögn segja þeir þennan ferðamáta gríðarlega frelsandi og tíminn hreinlega flygi frá þeim á þessu merkilega ferðalagi. Samkvæmt hefðinni mega þeir ekki fara í innan við 60 kílómetra fjarlægð við heimabæ sinn, en það virðist ekki vera vandamál fyrir þá félaga.

Getum við bætt efni síðunnar?