Fara í efni

Heimsækja Hólminn vegna fegurðar

19.08.2019
Fréttir

Ferðaþjónusta í Stykkishólmi hefur verið ímiklum blóma undanfarin ár. Ljóst er að fegurð bæjarins og nágrennis er mikið aðdráttaraflfyrir erlenda ferðamenn. Það má lesa úr niðurstöðum skýrslu um ferðavenjur meðalerlendra gesta sem kom út nú á dögunum. Rannsóknarmiðstöð ferðamála framkvæmdikönnun sumarið 2018 þar sem meðal annars kemur fram að helsta ástæða fyrir komuerlendra ferðamanna til Stykkishólms er staðsetning og fegurð bæjarins ognágrennis. Einnig er athyglisvert er að í opinni spurningu nefna 2% svarendasérstaklega kvikmyndina ?The secret life of Walter Mitty? sem ástæðu fyrirheimsókn sinni. Myndin kom út árið 2013 og voru atriði úr henni tekin upp íStykkishólmi eins og frægt er orðið.

Lögð var fram spurningakönnun sem alls 450erlendir ferðamenn svöruðu, þar af 55% konur og 45% karlar. Meðalaldur svarendavar 41 ár. Könnunin stóð yfir tímabilið 31. júlí til 21. ágúst 2018. Samskonarkönnun var síðast gerð árið 2016.

Áætlaður fjöldi erlendra ferðamanna íStykkishólmi árið 2018 var um 235 þúsund, flestir frá Frakklandi. Langflestir ferðasttil Stykkishólms með fjölskyldu eða vinum (93%). Um 36% ferðamanna dvelja yfirnótt í Stykkishólmi, flestir á hótelum eða gistiheimilum. Hlutfall gesta átjaldsvæði er heldur hærra í Hólminum en á landsvísu þar sem 25% næturgesta íStykkishólmi dvelja á tjaldsvæði en einungis 13% á landsvísu. Meðaldvalarlengderlendra ferðamanna í Hólminum var um 12 klst. en flestir dvöldu í 3-6 klst.

Útivist er vinsælasta afþreying erlendraferðamanna í Hólminum. Tæplega helmingur ferðamanna ætlaði í gönguferð á meðan dvölstóð og um 25% ætluðu að fara í fuglaskoðun. 21% vildi smakka mat úr héraði og13% ætlaði að heimsækja söfn. 11% ætluðu í bátsferð.


Getum við bætt efni síðunnar?