Fara í efni

Heilsuefling eldri borgara (60+) í Stykkishólmi ? skref í átt að auknum lífsgæðum

08.11.2018
Fréttir

Þekking um mikilvægi hreyfingar og meðvitundar um heilsu er sífellt aukast. Til þess sem flestir njóti lífsgæða er mikilvægt huga betur heilsueflingu og lýðheilsu og eru eldri borgarar þar engin undantekning. Með reglulegri hreyfingu viðheldur einstaklingurinn líkamlegu hreysti, líkamlegri og andlegri vellíðan ásamt því að draga úr líkum á heilsufarslegum kvillum. Þessi jákvæðu áhrif skapa svo meira sjálfstæði sem felst m.a. í því að nauðsyn umönnunar og aðstoðar er frestað. Því verður einstaklingurinn betur í stakk búinn til að takast á við mismunandi kröfur daglegra athafna.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur tekið ákvörðun um að Stykkishólmsbær leggi sitt af mörkum við að styðja við eflingu heilsu og velferðar eldra fólks með því að bjóða þeim íbúum sem eru 60 ára og eldri, upp á fjölþætta heilsurækt. Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Stykkishólmbæjar samhljóða að fela bæjarstjóra í samráði við oddvita allra lista að ganga til samninga við íþróttafræðinga hér í Hólminum, þau Gunnhildi Gunnarsdóttur og Gísla Pálsson, um umsjón með heilsueflingu eldri borgara (60+) í Stykkishólmi veturinn 2018-2019. Fyrrgreindur samningur var undirritaður 6. nóvember sl. og felur hann í sér fjölþætta heilsurækt sem samanstendur af þjálfun, undirbúningi, eftirfylgni og mælingum.

Heilsueflingin mun samkvæmt dagskrá hefjast þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 13:00 í íþróttasal Íþróttamiðstöðvar Stykkishólms og verða æfingarnar sem hér segir samkvæmt dagskrá:

  • Þriðjudagar frá kl. 13:00 til 14:00 ? Hópatími í íþróttasal með báðum þjálfurum.
  • Miðvikudagar frá kl. 08.30 til 09.30 ? Opinn tími í líkamsræktinni Átaki með þjálfara.
  • Fimmtudagar frá kl. 12.30 til 13.30 ? Hópatími í íþróttasal með báðum þjálfurum.
  • Föstudagar frá kl. 08.45 til 09.45 ? Opinn tími í líkamsræktinni Átaki með þjálfara.

Í heilsueflingunni er gert ráð fyrir að notast verði við árangursmælikvarða og ýmsar mælingar við upphaf verkefnisins þar sem framkvæmdar verði einstaklingsmiðaðar mælingar, m.a. gönguhraði, gripstyrkur og jafnvægi. Mikilvægt er að árangursmælikvarðar verði notaðir til þess að meta árangur og þróun í getu einstaklinga. Fyrirkomulag æfinganna hefur verið kynnt Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi en þegar æfingar hefjast munu þjálfarar fara yfir helstu þætti heilsueflingarinnar með þátttakendum.

Ásamt framangreindum tímum er gert ráð fyrir að þátttakendum standi til boða a.m.k. fjórir fyrirlestrar og námskeið, tvö fyrir áramót og tvö eftir áramót, þar sem m.a. mun vera fjallað um hreyfingu og sjúkdóma, næringu og mataræði og markmiðasetningu og lífstílsbreytingu. Þá mun Stykkishólmbær fjárfesta í tækjum sem notuð verða við æfingar og mælingar.

Þátttökugjald fyrir eldri borgara er kr. 4.000.- fyrir einstaklinga á mánuði (kr. 250.- á hvern tíma) og kr. 7.000.- fyrir hjón og er allt framangreint innifalið. 

Skráning fer fram hjá Magnúsi Inga Bæringssyni, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa í síma 864-8862 eða með því að senda póst á magnus@stykkisholmur.is. Magnús veitir jafnframt nánari upplýsingar. Einnig verður hægt að skrá sig hjá þjálfurum.  

Margt getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði okkar en regluleg og markviss hreyfing leikur þar án efa aðalhlutverk, bæði hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ég vil því hvetja íbúa Stykkishólmsbæjar 60 ára og eldri til þess að kynna sér þetta nýja verkefni nánar og taka skref að auknum lífsgæðum á efri árum. Í ljósi þess að um nýtt verkefni er að ræða stendur til boða að mæta fyrstu vikuna (fjórir tímar) til kynningar án þess að greiða þurfi þátttökugjald.  

Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

Getum við bætt efni síðunnar?