Fara í efni

Hátíðarhöld á 17. júní í Stykkishólmi

13.06.2023
Fréttir

Þjóðhátíðardagur íslendinga, 17. júní, verður haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi venju samkvæmt. Hátíðardagskráin fer fram í Hólmgarðinum og hefst kl. 13:30 eða þegar skrúðgangan kemur arkandi frá Tónlistarskóla Stykkishólms þaðan sem hún leggur af stað kl. 13:00.

Dagskráin er eftirfarandi:

8:00
Fánar dregnir að húni

10:00
Opin Crossfit æfing í Reitnum

10:00-18:00
Sundlaugin opin - frítt inn

11:00-17:00
Norska húsið og Vatnasafnið - frítt inn

11:00
3x3 Körfuboltamót fyrir börn fædd 2007-2012. Mæting á körfuboltavöll við skólann.

13:00
Skrúðganga frá Tónlistarskólanum

13:30-15:00
Hólmgarðurinn

  • Kaffisala kvenfélagsins í Freyjulundi
  • Kór Stykkishólmskirkju
  • Ritningalestur
  • Ávarp fjallkonu
  • Ræðumaður dagsins
  • Hljómsveitin Hallgerður og rest

15:00-17:00
Túnið bakvið Regus

  • Karnival skemmtun í boði Royal Rangers
  • Tunnulest
  • Hestamenn teyma undir börnum
  • Sápukúlur hjá Norska húsinu

17:00
Froðufjör í hótelbrekkunni í boði slökkviliðsins

19:30-21:00
Hólmgarðurinn

  • Hljómsveitin Hallgerður og rest, tríóið Allt er betra með rjóma og rokksveitin Hylur munu halda uppi stuðinu.
  • Kveikt verður á grillinu fyrir þá sem vilja grilla. Nefndin hvetur fólk til að mæta í þjóðbúning, með stúdentshúfur eða önnur höfuðföt.

Verði tvísýnt með veður flytjast hátíðarhöld inn í íþróttamiðstöð.

Fjallkonan 2018
Getum við bætt efni síðunnar?