Háskólalestin í Stykkishólmi 13. maí
Háskólalest Háskóla Íslands verður í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi laugardaginn 13. maí næstkomandi frá kl. 11 - 15. Megináherslan Háskólalestarinnar er að kynna vísindi á lifandi og fjölbreyttan hátt fyrir ungu fólki, styðja við starf grunnskólanna og efla tengsl við landsmenn á öllum aldri. Til viðbótar við námskeiðahald í skólum er efnt til mikillar vísindaveislu með sýnitilraunum, óvæntum uppgötvunum og uppákomum. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Í boði verða m.a. tilraunir, þrautir, áskoranir leikir og óvæntar uppákomur. Hér að neðan má sjá auglýsingu fyrir viðburðinn.