Fara í efni

Hallgerður og rest í beinni útsendingu frá Laugardalshöll

05.05.2023
Fréttir

Laugardaginn 6. maí fer fram Söngkeppni Samfés 2023. Hólmarar eiga glæsilega fulltrúa í keppninni í ár en hljómsveitin Hallgerður og rest keppir fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Hljómsveitin flytur lagið Skyfall eftir Adele en alls stíga 30 atriði á stokk í Laugardalshöllinni. RÚV sýnir frá söngkeppninni í beinni útsendingu sem hefst kl. 13:00 laugardaginn 6. maí.

Hallgerður og rest kepptu í Samvest, undankeppni fyrir Söngkeppni Samfés, í mars sl. og fóru þar með sigur úr bítum og tryggðu sér þannig sæti á stóra sviðinu. Atriðið er eitt af tveimur atriðum frá Vesturlandi en hitt atriðið kemur frá félagsmiðstöðinni Hreisið í Búðardal.

Sveitarfélagið óskar Hallgerði og rest góðs gengis á stóra sviðinu og hvetur Hólmara, Helgfellinga og Vestlendinga alla til að fylgjast með þessum flottu fulltrúum okkar í beinni á RÚV.

Hljómsveitina Hallgerður og rest skipa:

Ágústa Arnþórsdóttir, 9. bekk - Bassi
Embla Rós Elvarsdóttir, 9. bekk - Söngur
Hera Guðrún Ragnarsdóttir, 10. bekk - Þverflauta
Hjalti Jóhann Helgason, 9. bekk - Básúna
Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir, 9. bekk - Hljómborð
Ívar Leo Hauksson, 10. bekk - Trommur

Hallgerður og rest
Getum við bætt efni síðunnar?