Fara í efni

Gunnhildur og Gísli slógu í gegn

17.05.2023
Fréttir

Fulltrúar frá heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi sóttu í gær ráðstefnu um heyfiúrræði fyrir 60 ára og eldri. Þar kynntu Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson það góða starf sem unnið er í heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi.

Dagskrá ráðstefnunnar var sniðin fyrir þjálfara og skipuleggjendur sem sjá um hreyfingu fyrir 60 ára og eldri, og áhugasama aðila um málefnið. Félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi og heilbrigðisráðherra, Willum Þór fluttu ávarp í byrjun ráðstefnunnar. Á ráðstefnunni fóru svo fram stutt og áhugaverð erindi frá  fyrirlesurum héðan og þaðan. Á undan kynningunni frá Stykkishólmi kynntu þær Rut og Ágústa öflugt starf sem unnið er í þessum málaflokki hjá nágrönnum okkar í Grundarfirði.

Ráðstefnan var haldin á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Landssambands eldri borgara (LEB) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Heilsueflandi samfélag (embætti landlæknis).

Óhætt er að segja að kynningin frá okkar fólki hafi slegið í gegn á ráðstefnunni. Þau voru létt á því og smituðu salinn af gleði og hlátri, sem er einmitt lýsandi fyrir þeirra góða starf í heilsueflingunni. Hægt er að sjá erindið frá Gunnhildi og Gísla hér að neðan.

Hér má sjá ráðstefnuna í heild sinni

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson
Getum við bætt efni síðunnar?