Fara í efni

Gengið til kosninga í dag

23.03.2022
Fréttir

Í dag, laugardaginn 26. mars, fara fram kosningar um sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Kjörfundir fara fram í hvoru sveitarfélagi og verða þeir opnir sem hér segir:

  • Grunnskólinn í Stykkishólmi frá kl. 10 til 18.
  • Félagsheimilið Skjöldur í Helgafellssveit frá kl. 10 til 18.

Aðsetur kjörstjórnar verður á kjörstað og hefst talning eftir að kjörstað hefur verið lokað. Verða atkvæði talin og úrslit birt á heimasíðunni helgafellssveit.is.

Getum við bætt efni síðunnar?