Fara í efni

Fundur um ferðaþjónustu í Stykkishólmi

18.07.2019
Fréttir

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms boða til fundar um samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu á Snæfellsnesi með áherslu á Stykkishólm í Amtsbókasafninu þriðjudaginn 23. júlí n.k. kl. 20:00. 

Markmið fundarins er að fá þá aðila sem sinna ferðaþjónustu í Stykkishólmi saman að samstarfsborði, varpa ljósi á það sem verið er að gera og horfa til framtíðar. Ræða um framtíðarhorfur og hvað við getum gert til að efla ferðaþjónustu í Stykkishólmi enn frekar. Gestastofa Snæfellsness verður kynnt og þau tækifæri sem í henni felast fyrir Stykkishólm og Snæfellsnes í heild.

Vakin er athygli á því að vegna framkvæmda er best að keyra fram hjá pósthúsinu, tjaldstæðinu og þannig að skólanum. Einnig er hægt að leggja hjá íþróttamiðstöð og ganga þaðan. 


Dagskrá

  • Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, fer yfir aðkomu og stefnumótun Stykkishólmbæjar í ferðaþjónustu og fyrirliggjandi verkefni.
  • Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fer yfir verkefni Svæðisgarðsins Snæfellsness, sem er farvegur fyrir samstarf á Snæfellsnesi. Sérstök áhersla verður lögð á Gestastofu Snæfellsness sem opnaði í sumar.
  • Stjórn Eflingar fer yfir  helstu verkefni
  • Fyrirlesarar og verkefnastjórn Gestastofu Snæfellsness sitja fyrir svörum
  • Önnur mál og umræður
  • Fundarstjóri er Grétar Pálsson
    Við hvetjum alla sem hagsmuna hafa að gæta af komu ferðamanna til Stykkishólms og aðra áhugasama til að mæta á Amtsbókasafnið og taka þátt í fundinum.
    Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Stykkishólmsbær og Efling Stykkishólms.


    Getum við bætt efni síðunnar?