Fara í efni

Friðargangan á Þorláksmessu 2018

03.01.2019
Fréttir

Fjölmenni tók þátt í friðargöngu á Þorláksmessu og var veðrið bæjarbúum hliðhollt í þetta sinn.

Viðurkenningu fyrir skemmtilegustu jólaskreytinguna utanhúss jólin 2018 veitist fjölskyldunni að Tjarnárási 4, Elínbjörg K Þorvarðardóttir og fjölskyldu. Nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi sáu um valið fyrir hönd Stykkishólmsbæjar.

Nemendum 9. bekkjar færðar þakkir fyrir valið og sölu á heitu súkkulaði með rjóma og söngsveitinni Blæ þakkir fyrir fallegan söng sem gaf stundinni sérstakan friðarblæ. Friðargangan á Þorláksmessu ásamt því sem fylgir löngu orðin fastur liður í jólahaldi Hólmara. 

Getum við bætt efni síðunnar?