Fara í efni

Friðarganga á Þorláksmessu

21.12.2023
Fréttir

Á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 18.00 verður gengið til friðar frá Hólmgarði niður á Pláss.

Níundi bekkur selur rafkerti við upphaf göngu í fjáröflunarskyni. Fyrir ári síðan var hefðbundnum kyndlum skipt út fyrir rafkerti og var almenn ánægja með þá breytingu, en rafkertin er hægt að taka með heim og nýta þar. Auk þess selur níundi bekkur heitt súkkulaði á plássinu að lokinni göngu. Þá verður einnig veitt viðurkenning fyrir fallega skreytt hús. Nemendur níunda bekkjar sáu um valið.

Sala á kertum hefst kl. 17:30 í Hólmgarði.
Kertið kostar 1500 kr., posi á staðnum en einnig er hægt að greiða með millifærslu.

Friðarganga á Þorláksmessu er tilvalin stund til að fjölmenna á og sýna friðarvilja í verki með fjölskyldu og vinum.

Getum við bætt efni síðunnar?