Fara í efni

Framkvæmdir ganga vel

23.05.2024
Fréttir

Eins og greint var frá á vef sveitarfélagsins er sundalaug Stykkishólms nú lokuð vegna viðhalds.

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel en búið er að reisa einfalda yfirbyggingu yfir sundlaugina til að forðast vætu á meðan framkvæmdum stendur. Á meðan unnið er að endurbótum á yfirborðsefni sundlaugarinnar er tíminn einnig vel nýttur í önnur viðhaldsverkefni, má t.d. nefna smávægilegar lagfæringar á innilaug, endurbætur á flísalögn í kringum laugar, viðhald á sturtuklefum ofl.

Þá var ákveðið, eftir að framkvæmdir hófust, að skipta um yfirborðsefni á vaðlaug í leiðinni, en flísar á vaðlauginni voru orðnar lélegar. Nýtt yfirborðsefni verður því einnig sett á vaðlaugina.

Vinnu við klefana er nú að ljúka og við stefnum að því að opna innilaugina í næstu viku. Samkvæmt áætlun á vinnu við útilaugina að ljúka fyrir mánudaginn 3. júní næstkomandi. - Segir Magnús Ingi Bæringsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.

Áhugasömum er bent á á Facebooksíðu sundlaugar Stykkishólms fyrir myndir og frekari upplýsingar en myndir frá framkvæmdum má einnig sjá hér að neðan.

Getum við bætt efni síðunnar?