Framkvæmdir fyrir utan Ráðhúsið
Framkvæmdir hafa staðið yfir fyrir utan Ráðhúsið í Stykkishólmi undanfarið. Til að byrja með var ráðist í viðgerðir á fráveitukerfi Ráðhússins. Framkvæmdir undu fljótt upp á sig þegar neysluvatnslögn hússins fór í sundur. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða gamalt stálrör sem var orðið ónýtt og ekki hægt að bjarga með viðgerð. Óumflýjanlegt var því að rífa upp malbikið og skipta rörinu út. Veitur sáu um þá framkvæmd en frágangur á svæðinu er nú langt kominn.