Framkvæmdir á Hafnarsvæði í Stykkishólmi
Í liðinni viku stóðu yfir töluverðar framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Stykkishólmi. Vegagerðin stendur fyrir framkvæmdunum sem snúa að því að bæta grjóti í hafnarbarðið og tryggja öryggi á svæðinu.
„Verkefnið er umferðaröryggisaðgerð til að tryggja öryggi vegfarenda á leið í Baldur.“ – segir Magni Grétarsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni.“Þá munum við einnig setja upp til bráðabyrgða þungar varnir milli vegar og hafnar til að varna því að bílar komist ofan í höfnina.“ Að sögn bæjarstjóra er framkvæmdin fyrsti liður í því að koma upp hafnarstíg og færa gangandi umferð alfarið yfir götuna, fjær Súgandisey. Þannig megi forðast þá hættu sem kann að skapast af grjóthruni í eyjunni. Sveitarfélagið hefur átt í viðræðum við Vegagerðina um framkvæmdir vegna þessa en um samvinnuverkefni er að ræða þar sem Vegagerðin þjónustar veginn niður að ferju.
Hér að neðan má sjá myndir frá framkvæmdum: