Framkvæmdasvæði í Víkurhverfi
Vakin er athygli á því að framkvæmdir við gatnagerð standa nú yfir í Víkurhverfi. Meðfylgjandi mynd sýnir hvar framkvæmdarsvæðið er og vilja framkvæmdaraðilar beina til fólks að vera ekki inni á framkvæmdarsvæðinu í ljósi þess að þar fara stórar vinnuvélar um sem geta skapað hættu á svæðinu.
Unnið er að því að merkja gönguleið meðfram framkvæmdasvæðinu þannig að gangandi vegfarendur komist leiða sinna á Grensás og að sjósundsaðstöðunni með öruggum hætti utan vinnusvæðis. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.
Til að tryggja öryggi hefur skiltum verið komið upp sem banna umferð á svæðinu. Myndin hér til hliðar sýnir framkvæmdasvæði með rauðum lit og gönguleiðir með grænum línum.