Föstudagur á Dönskum dögum
Föstudagur Danskra daga er genginn í garð. De smukke unge livgarder taka á móti gestumvið bæjarhliðið frá 14:00 til 18:00. Kl. 16:30 verður sápuboltamót á túninu bakvið bankann. Þar verður eflaust mikið um dýrðir enda margir Hólmarar þekktirfyrir gífurlega knattspyrnuhæfileika. Rétt er að taka fram að keppendur eru áeigin ábyrgð.
Opnunarhátíð Danskra daga fer fram kl. 21:30í Hólmgarði. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, setur hátíðina og svo takavið tónleikar. Fyrst stígur á stokk hljómsveitin Þrír, skipuð þeim Jóni TorfaArasyni, Sigurbjörgu Maríu Jósepsdóttir og Þórdísi Claessen. Á eftir þeim tekurDaði Freyr við keflinu og leikur fyrir dansi.
Trúbadorinn Binni Davíðs heldur uppi fjörinu áNarfeyrarstofu frá miðnætti, þar verður opið til kl. 03:00.