Fara í efni

Forseti Íslands ávarpar hátíðargesti Danskra daga

15.08.2024
Fréttir

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun ávarpa hátíðargesti af tilefni 30 ára afmælis Danskra daga um helgina. Ávarp forseta fer fram laugardaginn 17. ágúst um kl. 17:00 á höfninni þar sem hafnartónleikar fara fram. Forsetahjónin verða á ferðinni í Stykkishólmi á laugardeginum og taka þátt í hátíðarhöldum með Hólmurum.

Hólmarar og aðrir gestir Danskra daga eru hvattir til að hlýða á ávarp forseta og njóta góðra tónleika á laugardaginn kemur.

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður hennar, á svölum Alþingishússins. Mynd: forseti.is
Getum við bætt efni síðunnar?