Fara í efni

Fjármála- og skrifstofustjóri

21.05.2024
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur leitar að kraftmiklum fjármála- og skrifstofustjóra með mikla samskiptafærni. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, vandaður í vinnubrögðum ásamt því að hafa ríkan vilja til að taka þátt í að efla innra og ytra starf og þjónustu sveitarfélagsins.

Fjármála- og skrifstofustjóri stýrir fjármálum sveitarfélagsins og er yfirmaður á bæjarskrifstofu. Starfið er mjög fjölbreytt og tekur skrifstofu- og fjármálastjóri virkan þátt í stjórnun og stefnumótun sveitarfélagsins ásamt því að leiða margþætt verkefni er varða stjórnsýslu og fjármál á tímum framfara og þróunar.

Skrifstofu- og fjármálastjóri er staðgengill bæjarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Fagleg forysta og verkstjórn daglegra verkefna bæjarskrifstofu
  • Yfirmaður fjármála og ábyrgð á umsýslu fjármála og bókhalds
  • Umsjón með fjárhagsáætlanagerð, frávikagreiningum, fjárhagslegum úttektum og kostnaðareftirliti sem og yfirferð samþykktra reglna sveitarfélagsins og gjaldskráa
  • Ábyrgð á vinnu við ársreikninga og gerð rekstrar-, launa-, starfs-, og fjárhagsáætlana, ásamt eftirliti með framgangi þeirra
  • Þátttaka í stefnumótun og nýsköpun á sviði fjármála og fjárreiða
  • Aðstoð við undirbúning funda og viðvera á bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundum, umsýsla og ritun fundargerða og eftirfylgni með ýmsum málum
  • Yfirumsjón með mannauðs- og kjaramálum í samvinnu með mannauðs- og launafulltrúa, þ.m.t. upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda vegna launamála, samninga og verklagsreglna, og samskipti vegna kjarasamninga og túlkun á þeim
  • Ábyrgð á innkaupum, aðkoma að samningagerð og önnur fjármálatengd verkefni
  • Yfirumsjón með skjalavörslu sveitarfélagsins og stofnana þess
  • Samskipti við forstöðumenn og íbúa vegna erinda er snúa að fjármálum og annarri þjónustu bæjarfélagins, ásamt samskiptum við ýmsa opinbera aðila
  • Ábyrgð á stjórnsýslu, þróunarstarfi og nýsköpun í stjórnsýslu
  • Staðgengill bæjarstjóra

 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskipta- eða hagfræði
  • Þekking og farsæl reynsla af fjármálastjórn og rekstri, þ.m.t. áætlanagerð
  • Farsæl reynsla af stjórnun
  • Yfirgripsmikil þekking á málefnum sveitarfélaga og reynsla á opinberri stjórnsýslu
  • Mjög góð þekking á reikningshaldi, uppgjörum og áætlanagerð
  • Haldgóð reynsla af sambærilegu starfi
  • Góð tölvukunnátta
  • Kunnátta í Navision bókhaldskerfum er kostur
  • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, skipulagshæfileikar og drifkraftur í starfi
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni
  • Samviskusemi og nákvæmni í starfi
  • Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti

 

 
Getum við bætt efni síðunnar?