Fara í efni

Félagsstarf 60 ára og eldri hefst á ný

15.09.2023
Fréttir

Félagsstarf 60 ára og eldri hefst á ný eftir helgina, mánudaginn 18. september, með kaffispjalli Aftanskins í Setrinu kl. 10.

Hólmarar 60 ára og eldri eru hvattir til að taka þátt í starfinu og njóta góðrar samveru. Hér að neðan eru nokkrir punktar varðandi starfið:

  • Heilsueflingin 60+ fór af stað 5. september.
  • Saumaklúbburinn fór af stað 6. september.
  • Kaffispjallið fer af stað mánudaginn 18. september.
  • Karlakaffið fer af stað fimmtudaginn 21. september.
  • Spilin fara af stað laugardaginn 23. september.
  • Sundleikfimi fer af stað fimmtudaginn 5. október.
  • Söngstund fer af stað 29. september í sal Tónlistarskólans og verður síðasta föstudag hvers mánaðar.
  • Kirkjusúpa í Safnaðarheimili Stykkishólmskirkju kl. 11:30 mánudaginn 2. október, þáttökugjald 1000 kr. Fleiri dagsetningar auglýstar síðar.

 Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagskrána nánar

Smelltu hér

Getum við bætt efni síðunnar?