Fara í efni

Endurvinnsla í Ásbyrgi

15.11.2019
Fréttir

Eflaust hafa einhverjir orðið þess varir að við breytingar á skólalóð er ekki lengur þar að finna tunnur undir gler og annað til endurvinnslu, en glerkrukkur má nú losa sig við hjá Ásbyrgi. Starfsfólk Ásbyrgis tekur á móti ýmsum varningi sem þau ýmist flokka til endurvinnlsu eða nýta sjálf.

Opnunartími Ásbyrgis er frá kl. 9 til 16 virka daga, en á fimmtudögum bera þau út póst og því ekki alltaf opið þá daga. Í Nýju húsnæði Ásbyrgis, við Aðalgötu 22, er einnig verslun þar sem ýmislegt fæst fyrir 200 kr, má þar nefna fjölnota poka, svuntur, grjónapúða, dúkkur og töskur. Sjón er sögu ríkari.

Ásbyrgi tekur á móti:

Glerkrukkum

Áldósum

Kaffihylkjum

Kertaafgöngum

Efni (gardínur, rúmföt o.fl.)

Eggjabökkum

Töppum af glerflöskum

 

Getum við bætt efni síðunnar?