Embla Rós sigraðri söngkeppni SAMVEST
Söngkeppni SamVest 2024, undankeppni Vesturlands fyrir söngkeppni Samfés, fór fram í íþróttahúsinu á Reykhólum þriðjudaginn 14. mars síðastliðinn. Tvö atriði kepptu fyrir hönd Félagsmiðstöðvarinnar X-ið. Embla Rós Elvarsdóttir söng lagið No time to die eftir Billie Eilish og hljómsveitin Glymur flutti lagið Great balls of fire eftir Jerry Lee Lewis. Hljómsveitina Glym skipa Bæring Nói Dagsson, Íris Ísafold Sigurbjartsdóttir, Ágústa Arnþórsdóttir, Guðmundur Gísli Gunnarsson og Hjalti Jóhann Helgason.
Fulltrúar okkar Hólmarar stóðu sig með miklu prýði en Embla Rós gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina. Embla stóð einnig uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra en þá með hljómsveitinni Hallgerður og rest. Hljómsveitin Glymur hreppti þriðja sætið nú í ár. Þess má einnig geta að þetta er þriðja árið í röð sem X-ið sigrar keppnina. Sveitarfélagið óskar okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn.
Keppendur af öllu Vesturlandi stigu á svið og kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva, samtals 10 atriði.
Undankeppni fór fram í Hólminum í fyrsta sinn mánudaginn 4. mars þar sem 5 atriði skráðu sig til leik og X-ið mátti aðeins senda tvö atriði á SamVest. Auk þeirra sem tóku þátt í SamVest í ár tóku eftirfarandi keppendur þátt í undankeppni hjá X-inu, Melkorka Líf Jónsdóttir, Bryn Thorlacius og Kristbjörg María Álfgeirsdóttir.
Ljóst að framtíðin er björt fyrir tónlistarlíf í Stykkishólmi. Félagsmiðstöðin X-ið færir starfsfólki Tónlistarskólans þakkir fyrir frábært samstarf og utanumhald fyrir keppendur.
Embla Rós mun taka þátt í söngkeppni Samfés, fyrir hönd félagsmiðstöðva á Vesturland, en keppnin fer fram helgina 4. maí í Laugardalshöll og verður sjónvarpað á RÚV.