Fara í efni

Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi

30.05.2024
Fréttir Skipulagsmál

Deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra tekur gildi

Þann 29. febrúar sl samþykkti bæjarstjórn nýtt deiliskipulag fyrir Þingskálanes, Gæsatanga og Hamra.

Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur hlotið málsmeðferð í samræmi við það. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir, verið send umsögn bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er samþykkt með minniháttar textabreytingum í samræmi við umsögn Skipulagsstofnunar.

Skipulagsbreytingin mun taka gildi 10. júní 2024 með birtingu auglýsingar um gildistöku í B-deild Stjórnartíðinda.

Vakin er athygli á málskotsrétti skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála nr. 130/2011, en þar er kveðið svo á að þeir sem lögvarða hagsmuna eiga að gæta er heimilt að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Kærufrestur er einn mánuður frá áætluðum birtingardegi í B- deild Stjórnartíðinda eða til og með 10. júlí 2024.

Kristín Þorleifsdóttir, skipulags- og umhverfisfulltrúi

Deiliskipulagsbreytinguna má sjá hér að neðan
Smelltu á myndina

Getum við bætt efni síðunnar?