Fara í efni

Dansandi nálar - útsaumur frá París eftir Guðrúnu Elenu

30.05.2024
Fréttir
Guðrún Elena Magnúsdóttir heldur útsaumssýningu með útskriftarverkum frá École Lesage skólanum í París í Norska húsinu, Stykkishólmi. Sýningin opnar 1. júní kl. 14:00.
École Lesage er útsaumsskóli í París sem starfað hefur frá 1992 en stofnendur skólans, François Lesage og Marie-Louise eiginkona hans, tóku við La Maison Michonet vinnustofunni (stofnuð 1858) árið 1924.
 
Innan Maison Lesage er stærsta safn listræns útsaums í heiminum, með um 75.000 sýnishornum. Námsefni skólans er sett saman með innblástri frá safnkostinum.
Öll hjartanlega velkomin, léttar veitingar í boði.

 

Getum við bætt efni síðunnar?