Fara í efni

Vinnslutillaga deiliskipulags fyrir Vigraholt

05.06.2024
Fréttir Skipulagsmál

Saurar 9 (Vigraholt) – kynning vinnslutillögu deiliskipulags

Þann 24. apríl sl samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags á Saurum 9 (Vigraholti), sem er spilda úr landi Saura í Helgafellssveit, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. laganna.

Samhliða deiliskipulaginu er unnið að tillögu að breytingu á aðalskipulagi sem tekur til sama svæðis. Sameiginleg skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag var kynnt fyrr á árinu sem og vinnslutillaga aðalskipulagsbreytingarinnar, sem nú er til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun fyrir auglýsingu. Athugasemdir sem bárust við skipulagslýsinguna og vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingarinnar hafa verið hafðar til hliðsjónar við mótun vinnslutillögu deiliskipulagsins sem nú er kynnt.

Vigraholt er 132 ha spilda úr landi Saura. Í skipulagsgerðinni er gert ráð fyrir breytingu á landnotkun úr landbúnaðarlandi og frístundabyggð með heimild fyrir 93 frístundahús í frístundabyggð fyrir 33 lóðir, íbúðarbyggð fyrir 10 lóðir og verslun- og þjónustu fyrir allt að 4900 m2 hótel með 60 herbergjum, 25 frístandandi svítum, veitingahúsi, baðlóni og brugghúsi. Áhersla er lögð á að uppbyggingin taki mið af náttúru og sögu svæðisins og verða byggingar lagaðar að aðstæðum á lóðum.

Hægt er að nálgast vinnslutillöguna í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar málsnr. 795/2023, hér að neðan og í Ráðhúsi Stykkishólms.

Athugasemdafrestur við vinnslutillögu deiliskipulags er til og með 28. júní 2024 (ath að einnig verður hægt að senda inn athugasemdir þegar samþykkt tillaga verða auglýst). Eingöngu verður tekið við skriflegum athugasemdum í gegnum Skipulagsgáttina.

Opið hús vegna vinnslutillögunnar verður í Ráðhúsi Stykkishólms 12. júní kl. 16-18.

Vinnslutillaga deiliskipulags

Umhverfisskýrsla

Skýringar

Greinargerð

Getum við bætt efni síðunnar?