Breytingu á aðalskipulagi Stykkishólms vegna Aðalgötu 7 lokið
Eins og fram kemur á vef Skipulagsstofnunar hefur stofnunin staðfest breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022, sem samþykkt var í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar 12. desember 2017.
Í breytingunni felst að landnotkun á lóðinni Aðalgata 7 er breytt úr íbúðarsvæði í miðsvæði. Gert er ráð fyrir gistiheimili í húsinu á lóðinni.