Fara í efni

Breyting á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 - Landnotkunarbreyting við Ögur

27.09.2019
Fréttir

??Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti 18. júní 2019 tillögu að óverulegri breytingu áAðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 samkvæmt 2. mgr.36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í að óbyggðu svæði við Ögur u.þ.b. 1,4 ha að stærð er breytt í iðnaðarsvæði. Á svæðinu hefur Stykkishólmsbær starfrækt urðunarstað fyrir óvirkan úrgang frá árinu 2000. Meðþessari breytingu á aðalskipulaginu er verið að aðlaga skipulagið að nýtingu svæðisins til margra ára.Greinagerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 7.05. 2018 í mkv. 1:50.000. 

Breytingin verður send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar.

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar.

Getum við bætt efni síðunnar?