Fara í efni

Bólusett gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi

29.09.2022
Fréttir

Bólusett verður gegn inflúensu á Heilsugæslunni í Stykkishólmi dagana 3.- 4. október og 10.- 11. október kl. 12:30 - 14:00. Ekki þarf að panta tíma fyrir bólusetninguna. Þá býður Heilsugæslan fyrirtækjum einnig að hafa samband og fá hjúkrunarfræðing á sinn vinnustað til að bólusetja starfsfólk.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

  • 60 ára og eldri.
  • Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-. nýrna-, og lifrasjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópu, sem taldir eru upp hér að ofan.

Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlaus en til að svo megi verða þarf einungis að krefja þessa einstaklinga um greiðslu fyrir umsýslukostnaði.

Þá vekur Heilsugæslan athygli á því að 60 ára og eldri sem óska eftir örvunarskammti gegn COVID þurfa að skrá sig.

St. franciskusspítali myndaður frá Dauðsmannsvík
Getum við bætt efni síðunnar?