Fara í efni

Blóðbankabíllinn í Stykkishólmi 4. september

02.09.2019
Fréttir

Miðvikudaginn 4.september verður blóðbankabíllinn við íþróttamiðstöðina í Stykkishólmi kl.8:30-12:00.

Blóðbankinn hefurkomið á Snæfellsnes í allmörg ár en undanfarið hefur komum blóðgjafa á nesinu fækkað.Því er tilefni til að minna á að blóðgjöf er lífgjöf en ein blóðgjöf geturbjargað allt að þremur mannslífum. Þörfin er mikil og til að anna eftirspurneftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þannhóp sem nú þegar gefur blóð.

Sem fyrr segir verðurBlóðbankabíllinn í Hólminum miðvikudaginn 4. September, kl. 8:30?12:00 viðíþróttahúsið og sama dag verður bíllinn við söluskálann ÓK í ÓIafsvík kl.14:30-18:00. Daginn áður, þriðjudag, verður hann fyrir utan Kjörbúðina í Grundarfirðikl. 12:00-17:00.

Getum við bætt efni síðunnar?