Fara í efni

Beggi Ólafs með fyrirlestur á Amtsbókasafni

19.06.2020
Fréttir

Mánudaginn 22. júní kl. 17:00 veðrur Beggi Ólafs með fyrirlestur á Amtsbókasafninu undir fyirskriftinni betri í dag en í gær.

Markmið Begga er að gera allt í sínu valdi til að hjálpa fólki að eflast og þróast í lífinu með aðferðum og inngripum úr sálfræði. Lífið er fullt af erfiðleikum og áskorunum en á sama tíma er það ævintýri með fullt af tækifærum. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir þætti sem styður fólk í sinni vegferð í átt að þýðingarmiklu, heilsusamlegu og fullnægjandi lífi.

Einstaklingar geta hagnýtt vitneskju úr fyrirlestrinum til að vaxa persónulega, takast á við krefjandi verkefni og hafa góð áhrif á sambönd í lífi sínu. Beggi miðlar visku sem vonandi fær fólk til að hugsa og hegða sér á áhrifaríkari máta. Sama hvar maður er staddur í lífinu þá getur maður alltaf bætt sig og haldið áfram að læra, segir Beggi.

Aðgangseyrir: 1500 kr.

Getum við bætt efni síðunnar?