Fara í efni

Bæjarstjórn samþykkir gjaldfrjálsar skólamáltíðir

09.08.2024
Fréttir

Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á 26. fundi sínum, þann 27. júní síðastliðinn, að skólamáltíðir í Grunnskólanum í Stykkishólmi verði gjaldfrjálsar frá og með haustönn 2024, gegn því að fyrir liggi útfærsa ríkisins á leið til að skólamáltíðir barna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 líkt og boðað hefur verið.

Á fundinum var lögð fram áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024. Sú yfirlýsing var gerð til að greiða fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði með það að markmiði að kveða niður vexti og verðbólgu. Skorað var á sveitarstjórnir um allt land að taka þátt og sína samstillt átak til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga.

Bæjarstjórn samþykkti einnig lækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins vegna þjónustu leikskóla og grunnskóla þannig að síðasta hækkun á gjaldskrá verði 3,5% í stað þeirrar hækkunar sem ákveðin var síðasta haust til samræmis við yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024, en sú hækkun nam 6,9%. Lækkunin tók gildi 1. ágúst síðastliðinn.

Er það von bæjarstjórnar að með þessu hafi sveitarfélagið lagt sitt af mörkum til að liðka fyrir gerð langtíma kjarasamninga til að kveða niður vexti og verðbólgu.

Getum við bætt efni síðunnar?