Fara í efni

Aukin þjónusta fyrir aldraða í Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit

24.03.2020
Fréttir

Í þessari viku mun Stykkishólmsbær í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) auka þjónustu fyrir aldraða sem þurfa á aðstoð að halda í Stykkishólmi og Helgafellssveit. Þetta er gert í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa af völdum COVID-19 og er þjónustan ætluð þeim sem ekki hafa önnur úrræði.

Þeim er bent á að hafa samband við félagsstarf aldraða í síma 864 8862 til þess að fá aðstoð á meðan á þessu ástandi ríkir. Vesturlandsdeild Rauða krossins á Íslandi mun aðstoða með heimsendingar á matvörum, lyfjum og öðrum nauðsynjum.

Eining er bent á eftirfarandi:

  • Nesbrauð selur nú eingöngu vörur til að taka með út og bjóða heimkeyrslu til kl. 13 á    daginn, sími 438-1830
  • Sjávarpakkhúsið bíður upp á heimsendingarþjónustu, hægt er að panta og ganga frá    greiðslu í gegnum vefsíðu þeirra, www.sjavarpakkhusid.is
  • Skúrinn bendir viðskiptavinum á að heimsending sé til boða þegar mannskapur leyfir, sími 544-4004

Þessi listi er ekki tæmandi og biðjum við þau fyrirtæki og þjónustuaðila sem bjóða heimsendingu á svæðinu að hafa samband við Stykkishólmsbæ, netfang magnus@stykkisholmur.is.

Getum við bætt efni síðunnar?