Fara í efni

Aukið öryggi

06.04.2020
Fréttir

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar hafa nýverið lokið við að setja upp girðingu við Aðalgötu fyrir utan hótel Egilsen.

Girðingin var sett upp til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, þarna var fallhætta og bárust meðal annars athugasemdir vegna þessa í umhverfisgöngu bæjarstjóra sem fram fór síðla sumars á síðasta ári.

Girðinavinnu Þjónustumiðstöðvar er þó ekki lokið enn. Unnið er nú að því að endurnýja girðinguna umhverfis blokkina á Skúlagötu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.


Getum við bætt efni síðunnar?