Fara í efni

Auglýst eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð

29.09.2020
Fréttir

Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir eftir fulltrúa grenndarsamfélags í skólaráð. Skólaráð sinnir því hlutverki að vera samstarfsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans.

Ráðið er skipað níu einstaklingum, til tveggja ára í senn, og saman stendur af tveimur kennurum, starfsmanni skóla, tveimur nemendum, tveimur foreldrum, skólastjóra og fulltrúa grenndarsamfélags.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við skólastjóra.

Nánari upplýsingar hér.

Getum við bætt efni síðunnar?