Auglýsing um skipulagsbreytingu á deiliskipulagi við Nónvík Stykkishólmi
Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 24. júní 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Nónvík, á lóð númer 48 við Hjallatanga Stykkishólmi. Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við deiliskipulagsbreytinguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 1. september 2021, til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is.
Breytingin felst í megindráttum að lóðin Hjallatangi 48 er stækkuð í suð ? austur í átt að hesthúsahverfi. Byggingarreitur er stækkaður í sömu átt. Mörk deiliskipulagsins færast að hluta til að mörkum deiliskipulagsins fyrir hesthúsahverfið. Stígur á því svæði sem lóðarstækkun nær yfir fellur út og tillaga að nýjum göngustíg settur inn. Einnig er gert ráð fyrir gestastæðum í götu ásamt snúningsstæði.
Tillagan verður til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa og á heimasíðu Stykkishólmsbæjar frá og með 21. júlí til 1. september 2021.
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar.