Alma Möller undirritar samning um heilsueflandi samfélag
Mánudaginn 20. mars nk. kemur Alma Möller, landlæknir, í Stykkishólm og ritar undir samning við sveitarfélagið um þátttöku þess í verkefninu Heilsueflandi samfélag.
Heilsueflandi samfélag er samfélag þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Meginmarkmið verkefnisins er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Lítill viðburður hefur verið skipulagður í kringum undirskriftina sem íbúum býðst að taka þátt í en auk þess verða nemendur 4.-10. bekkjar grunnskólans á staðnum. Viðburðurinn fer fram í íþróttamiðstöðinni kl. 11:00 mánudaginn 20. mars.
Dagskrá:
- Bæjarstjóri flytur stutt ávarp.
- Alma Möller, landlæknir, kynnir heilsueflandi samfélag.
- Undirskrift/myndataka.
- Zúmba með Agnesi/létt hreyfing fyrir þá sem vilja.