Ákvarðanir í samráði við íbúa
Síðastliðinn fimmtudag sendi Stykkishólmsbær þrjáfulltrúa á vinnufund á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð.Fundurinn var haldinn í Kópavogi og var fyrsti liður í nýju verkefni þar semfjögur sveitarfélög fá aðstoð fagaðila við að beita samráðsaðferðum viðákvarðanatöku.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélagasamþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitan Sambands íslenskrasveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara ííbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um aðaðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntareru í handbók sambandsins frá 2017: ?Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttakaíbúa?. Auk Akureyrar voru Kópavogur, Stykkishólmur og Norðurþing valin til þátttökuí verkefninu.
Bæjarstjórn skipaði Gunnlaug Smárason,bæjarfulltrúa, og Magnús Inga Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa, semfulltrúa til að taka þátt í fundum og vinnustofum í sambandi við verkefnið oghefur nú Jón Sindri Emilsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, bæst í hópinn.
Verkefni Stykkishólmsbæjar snýr í megindráttumað því að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla í bænum. Með samráðivið íbúa getur na?ðst aukin sátt um stefnumo?tun sem skapar stöðugleika,samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Stykkishólmsbær vill gefa íbúum raunveruleg tækifæri á að koma sínum sjónarmiðum a? framfæri og nýta kraftaþeirra til þess að gera breytingar sem henta íbúum bæjarins.