Afleiðingar verkfalls á leikskólastarf
Vegna fyrirhugaðs verkfalls Kjalar dagana 30. maí - 1. júní í næstu viku, þ.e. þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, skerðist starfsemi leikskólans í Stykkishólmi umtalsvert. Alls fara 19 starfsmenn leikskólans í verkfall.
Lokað verður á Vík og ekki tekið við börnum þar.
Eldhúsið verður lokað og því ekki hægt að bjóða börnum mat annað en ávexti. Leikskólastjóri hefur heimild til að sækja ávexti sem gefnir verða eins og vanalega um kl. 10:00. Mikilvægt er að börnin sem mega mæta skv. skipulagi sem leikskóli hefur sent foreldrum og forráðamönnum, verði búin að borða morgunmat áður en þau koma í leikskólann.
Starfsfólk leikskólans óskar við eftir góðu samstarfi við foreldra ef af þessum aðgerðum verður og hvetur foreldra/forráðamenn til að fylgjast vel með tölvupósti og fréttum vegna málsins.