9. bekkur í Smørrebrød
Eins og undanfarin ár fór 9. bekkur í Grunnskólanum, í skólaferð til Danmerkur nú í lok maí, þar sem þau heimsóttu vinabæ okkar Kolding og fóru svo til København til að upplifa ekta danska menningu. Stykkishólmsbær bauð íslenska nemendahópnum upp á smørrebrød á ekta danskri smurbrauðsstofu sem heitir Restaurant Kronborg og liggur í hjarta miðborgarinnar. Í þessum skólaferðum er löggð áhersla á að kynna íslensku börnin fyrir sögu og menningu og því var hópurinn mjög glaður og þakklátur fyrir boðið á Restaurant Kronborg.