Fara í efni

24. fundur bæjarstjórnar - Opinn kynningarfundur vegna ársreiknings

22.04.2024
Fréttir

24. fundur bæjarstjórnar Stykkishólms fer fram miðvikudaginn 24. apríl kl. 16:45 á Amtsbókasafninu í Stykkishómi. Síðasti dagskrárliður fundar er Ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2023. En sá liður er sérstaklega auglýstur sem kynning fyrir íbúa og hefst kl.17: 30. Að lokinni kynningu á ársreinkning verður bæjarstjórnarfundi slitið og upptöku fundar hætt. Að því loknu gefst íbúum kostur á því að spyrja eða leggja til athugasemdir vegna ársreikningsins.

Þá má einnig benda á að bæjarstjórnarfundir eru alltaf opnir og íbúum velkomið að mæta til fundar kl. 16:45 og hlusta.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér dagská fundar.

Dagská fundar

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að horfa á beina útsendingu frá fundinum.

Bein útsending bæjarstjórnar

Fundurinn fer fram á Amtsbókasafninu
Getum við bætt efni síðunnar?