Fara í efni

Velferðar- og jafnréttismálanefnd

1. fundur 24. apríl 2019 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Birta Antonsdóttir formaður
  • Berglind Lilja Þorbergsdóttir aðalmaður
  • Heiðrún Höskuldsdóttir (óvirk) aðalmaður
  • Ingveldur Eyþórsdóttir aðalmaður
  • Halla Dís Hallfreðsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Birta Antonsdóttir formaður
Dagskrá
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, kom inn á fundinn undir 3. lið.

1.Erindisbréf Velferðar- og jafnréttismálanefndar

Málsnúmer 1904050Vakta málsnúmer

Erindisbréf Velferðar- og jafnréttismálanefndar lagt fram.
Lagt fram til kynningar.

2.Heilsueflandi samfélag og forvarnarstefna Stykkishólmsbæjar

Málsnúmer 1904047Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa Stykkishólmbæjar hefur verði falið að hefja vinnu við að endurskoða forvarnarstefnu Stykkishólmbæjar í samráði við Velferðar- og jafnréttismálanefnd og Æskulýðs- og íþróttanefnd sem og skóla, heilbrigðisyfirvöld, íþróttafélög og aðra aðila sem málefninu tengjast.
Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, kemur á fund nefndarinnar og kynnir fyrir velferðar- og jafnréttismálanefnd þá vinnu sem hefur verið innt af hendi í sambandi við endurskoðun forvarnarstefnu og hver séu næstu skref.

Þá kynnir Magnús Ingi Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi, jafnframt fyrir nefndinni verkefnið Heilsueflandi samfélag.

Magnús Ingi Bæringsson vék af fundi.

3.Velferð aldraðra

Málsnúmer 1904048Vakta málsnúmer

Fyrir velferðar- og jafnréttisnefnd eru lagðar fram tvær skýrslur, önnur um "Uppbyggingu á þjónustu og búsetuúrræðum fyrir aldraða og fatlaða í Stykkishólmsbæ" sem unnin var af nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í febrúar 2010 og hin um "Stefnumörkun í málefnum aldraðra" sem unnin var í nefnd á vegum Stykkishólmsbæjar í apríl 2006. Jafnframt er lögð fram "Stefna Stykkishólmsbæjar í málefnum aldraðra". Þá eru "Hagnýtar upplýsingar fyrir eldri borgara í Stykkishólmi" kynntar.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd vísar umræðum um endurskoðun á stefnum og skýrslum um velferð aldraðra til frekari vinnslu í nefndinni. Nefndin telur jafnframt mikilvægt er að þessi vinna fari fram í samráði við öldungaráð.

Vísar til áframhaldandi umræðu í nefndinni.

4.Jafnréttisstefna Stykkishólmsbæjar 2018-2022

Málsnúmer 1904049Vakta málsnúmer

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skulu sveitarfélög setja sér jafnréttisáætlun til fjögurra ára. Jafnréttisáætlanirnar skulu lagðar fram til samþykktar í sveitarstjórn eigi síðar en ári eftir sveitarstjórnarkosningar. Í jafnréttisáætlun sveitarfélags skal m.a koma fram hvernig skuli unnið að kynjasamþættingu á öllum sviðum ásamt framkvæmdaáætlun um það hvernig leiðrétta skuli mismun á stöðu kvenna og karla innan sveitarfélagsins.

Jafnréttisstefna Stykkishólmsbæjar lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.
Velferðar- og jafnréttismálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja núgildandi jafnréttisáætlun óbreytta til fjögurra ára, en þó þarf að uppfæra fjölda nefndarmanna í áætluninni ásamt heiti nefndarinnar í samræmi við nýja skipan fastanefnda Stykkishólmsbæjar.

Fundi slitið - kl. 19:25.

Getum við bætt efni síðunnar?