Stjórn Náttúrustofu Vesturlands
Dagskrá
1.Ársreikningur 2022
Málsnúmer 2404036Vakta málsnúmer
Ársreikningur 2022 lagður fram til undirritunar
Reikningur lagður fram og undirritaður
2.Ársreikningur 2023
Málsnúmer 2404037Vakta málsnúmer
Ársreikningur 2023 lagður fram til umfjöllunar, samþykktar og undirritunar.
Staða góð, ársreikningur samþykktur með öllum greiddum atkvæðum og undirritaður með umræddum breytingum.
3.Ársskýrsla um starfsemi Náttúrustofu Veturlands 2023
Málsnúmer 2404038Vakta málsnúmer
Ársskýrsla um starfsemina 2023 lögð fram til kynningar.
Forstöðumaður NSV fór yfir helstu verkefni sem unnið var að á liðnu ári. Lagt fram til kynningar
4.Fjárhagsáætlun Náttúrustofu Vesturlands 2024
Málsnúmer 2404039Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun 2024 lögð fram til kynningar og umræðu.
Forstöðumaður lagði fram uppfærða fjárhagsáætlun miðað við stöðuna í dag. Enn ríkir óvissa um nokkra þætti í áætluninni en þeir viðamestu ættu að skýrast á næstu vikum. Áætlun samþykkt miðað við fyrirliggjandi gögn. Forstöðumanni falið að halda stjórnarmönnum upplýstum um leið og mál skýrast frekar.
5.Verkefni Náttúrustofu 2024
Málsnúmer 2404040Vakta málsnúmer
Verkefni ársins 2024 lögð fram til kynningar.
Forstöðumaður gerði grein fyrir helstu verkefnum ársins og svaraði spurningum varðandi þau.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
6.Endurnýjun rammasamnings, stjórnskipulag náttúrustofa o.fl.
Málsnúmer 2404041Vakta málsnúmer
Fyrirhugaður er fundur með fulltrúum umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Sambands sveitarfélaga um endurnýjun rammasamnings, stjórnskipulag náttúrustofa o.fl.
Fundur fyrirhugaður 18. apríl. Lagt er til að forstöðumaður, formaður stjórnar og bæjarstjóri hittist fyrir þann fund.
7.Önnur mál stjórnar NSV
Málsnúmer 2302021Vakta málsnúmer
a)
Komið er að endurnýjun samnings starfsmanns til að sinna vinnu sinni heima. Ákveðið var að endurnýja samninginn með gildistíma þar til ný stjórn tekur við.
b)
Forstöðumaður lagði fram með beiðni um að Menja fengi að sitja stjórnarfundi þar sem hún kæmi beint að skipulagningu NSV ásamt forstöðumanni.
Komið er að endurnýjun samnings starfsmanns til að sinna vinnu sinni heima. Ákveðið var að endurnýja samninginn með gildistíma þar til ný stjórn tekur við.
b)
Forstöðumaður lagði fram með beiðni um að Menja fengi að sitja stjórnarfundi þar sem hún kæmi beint að skipulagningu NSV ásamt forstöðumanni.
Beiðni samþykkt af stjórn.
Fundi slitið - kl. 16:43.