Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Leikskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Leikskólans í Stykkishólmi, stjórnendur fara yfir starfsemi skólans.
Lagt fram til kynningar.
2.Starfsmannahald Leikskólans í Stykkishólmi - Erindi stjórnenda
Málsnúmer 1910039Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi leikskólastjórnenda er varðar áhyggjur af stöðu leikskólans og starfsmannahaldi.
Nefndin tekur undir með stjórnendum varðandi áhyggjur af ráðningarmálum og stöðu leikskólans. Nefndin leggur til að bæjarstjórn skoði tillögur stjórnenda til að styrkja leikskólann, s.s. styttingu vinnuviku, frídaga, húsnæðisaðstoð og fleiri tillögur sem stjórnendur lögðu til í bréfi sínu. Þá mætti skoða að skipa sérstakan vinnuhóp um málefni leikskólans m.t.t. þessara þátta.
Jafnframt var rætt um endurskoðun skólastefnu Stykkishólms en þar telur leikskólastjóri að málefni leikskóla hafi ekki fengið nógu sterka rödd.
Jafnframt var rætt um endurskoðun skólastefnu Stykkishólms en þar telur leikskólastjóri að málefni leikskóla hafi ekki fengið nógu sterka rödd.
3.Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi
Málsnúmer 2101020Vakta málsnúmer
Ný viðbygging leikskólans hefur verið tekin í notkun. Bakki er 72 fermetrar að stærð, þar verða 19 börn í sumar. Alls verða 92 börn í leikskólanum í sumar, aldrei hafa verið svo mörg börn í skólanum síðan hann flutti úr húsnæði St. Franciskusspítala í nýtt húsnæði við Búðanesveg.
Stjórnendur leikskólans sýna nefndarmönnum Bakka.
Stjórnendur leikskólans sýna nefndarmönnum Bakka.
Fundi slitið - kl. 18:45.