Skóla- og fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsemi Grunnskólans í Stykkishólmi - Greinargerð stjórnenda
Málsnúmer 1910040Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Grunnskólans í Stykkishólmi, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
2.Starfsemi Tónlistaskóla Stykkishólms - Greinargerð stjórnanda
Málsnúmer 1910043Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Tónlistarskóla Stykkishólms, skólastjóri fer yfir starfsemi skólans.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um nauðsyn þess að útbúa verklagsreglur vegna veikindi kennara tónlistarskólans. Setja þarf upp reglur um afslátt af skólagjöldum þegar um langt veikindatímabil er að ræða.
Rætt var um nauðsyn þess að útbúa verklagsreglur vegna veikindi kennara tónlistarskólans. Setja þarf upp reglur um afslátt af skólagjöldum þegar um langt veikindatímabil er að ræða.
3.Starfsemi Regnbogalands - skýrsla og yfirferð
Málsnúmer 1910041Vakta málsnúmer
Lögð fram skýrsla Regnbogalands, umsjónarmaður fer yfir starfsemina.
Skýrsla lögð fram til kynningar.
Rætt var um mönnunarvanda í Regnbogalandi, fjórir starfsmenn vinna í Regnbogalandi og af þeim er eingöngu einn með íslensku sem móðurmál.
Rætt var um mönnunarvanda í Regnbogalandi, fjórir starfsmenn vinna í Regnbogalandi og af þeim er eingöngu einn með íslensku sem móðurmál.
4.Gjaldskrár 2024
Málsnúmer 2310019Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrám sveitarfélagsins 2024 sem tekur mið af forsendum fjárhagsáætlunar 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti gjaldskrár fyrir Sveitarfélagið Stykkishólm á 18. fundi sínum og vísaði þeim til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri fór yfir þá liði í gjaldskrá sem tilheyra fræðslumálum.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi gjaldskrá.
5.Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027
Málsnúmer 2310016Vakta málsnúmer
Lögð fram fjárhagsáætlun 2024-2027. Bæjarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Stykkishólms 2024-2027 og vísaði henni til frekari umfjöllunar í bæjarráði og umsagnar í fastanefndum.
Bæjarstjóri kynnti þá þætti í fjárhagsáætlun sem lúta að fræðslumálum. Í fjárhagsáætlun hefur verið gert ráð fyrir auknu fjármagni til grunnskólans til tækjakaupa vegna tölvuvæðingar skólastarfsins næstu árin.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Skóla- og fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 18:05.
Umræða skapaðist um lestrarstefnu og eineltisáætlun sem skólastjóri sagði að væru í endurskoðun hjá skólanum. Einnig var rætt um hvort breyta ætti fyrirkomulagi danskennslu við skólann.
Eins og oft áður var rætt um skort á þjónustu til skólastofnana frá Félags- og skólaþjónustunni. Skóla- og fræðslunefnd ætlar að sækjast eftir fundi með Sveini Þór Elinbergssyni forstöðumanni Félags- og skólaþjónustunnar.
Almennt starfsfólk grunnskólans hefur ekki fengið fulla styttingu vinnuvikunnar eins og gert er ráð fyrir í kjarasamningum. Útfærsla er í vinnslu. Nauðsynlegt er að klára þá vinnu sem fyrst.