Fara í efni

Skipulagsnefnd

17. fundur 05. desember 2023 kl. 16:30 - 20:00 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Gretar Daníel Pálsson (GDP) aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
  • Arnar Geir Diego Ævarsson varamaður
  • Aron Bjarni Valgeirsson varamaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Davíð K. Pitt, arkitekt kynnir fyrirhugaða uppbyggingu á Agustsonreit þar sem nú eru Tang og Riis, Aðalgötu 1, frystihús Agustson, Austurgötu 1, og KST, Austurgötu 2.



Lögð er fram skipulagslýsing vegna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með vísun í 30. .gr. laganna og nýs deiliskipulags fyrir reitinn í samræmi við 1. mgr. 40. gr.laganna ásamt breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir miðbæ, austan Aðalgötu.



Í gildandi aðalskipulagi er reiturinn skilgreindur sem athafnasvæði. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir ráð fyrir að reiturinn verði skilgreindur sem verslun og þjónusta. Ekki er til deiliskipulag sem tekur til Aðalgötu 1 og Austurgötu 1 en Austurgata 2 er innan deiliskipulags miðbæjar austan Aðalgötu.



Lagt fram til kynningar.

2.Reitarvegur - dsk breyting

Málsnúmer 2311023Vakta málsnúmer

Kynning og umræður um gildandi deiliskipulag m.t.t. framtíðarmöguleika svæðisins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?