Fara í efni

Skipulagsnefnd

9. fundur 23. mars 2023 kl. 18:00 - 21:15 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Gretar D. Pálsson aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður Grétar Jónasson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 27

Málsnúmer 2302007FVakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð 27. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Varðandi mál 2209016, umsókn um byggingarheimild á Hraunhálsi, vill skipulagsnefnd benda á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024. Óskað hefur verið eftir áliti Skipulagsstofnunar. Niðurstaða stofnunarinnar mun ekki hafa áhrif á afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.Umsókn um byggingarheimild - Hólar 7

Málsnúmer 2302028Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn Sóldal ehf. um byggingarheimild fyrir 28,7 m2 frístundahúsi á 5850 m2 sumarbústaðalóð Hóla 7 (L 234674) í landi Hóla (L 136938) í Helgafellssveit. Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið, vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu í skipulagsnefnd í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lóðin Hólar 7 er á svæði sem skilgreint er sem "frístundabyggð" í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024. Vísað er til skipulagsskilmála í kafla 4.1. um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. Engar fasteignir eru skráðar á lóðinni í dag.
Skipulagsnefnd bendir á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

3.Agustson reitur - ósk um skipulagsbreytingu

Málsnúmer 2302009Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu, umsókn Sigurðar Ágústssonar f.h. Svans ehf. dags. 9. febrúar sl. um breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 vegna breytingar á landnotkun Aðalgötu 1, Austurgötu 1 og Austurgötu 2 úr athafnasvæði í verslun og þjónustu.
Jafnframt óska lóðarhafar eftir samþykki sveitarfélagsins til þess að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi "Stykkishólmur miðbær - reitur austan Aðalgötu" vegna stækkunar á deiliskipulagssvæði þannig að Aðalgata 1 og Austurgata 1 verði innan skipulagssvæðisins og að heimiluð verði á reitnum uppbygging hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti jákvætt í umsókn Svans ehf. um breytingu á landnotun reitsins í Aðalskipulagi Stykkishólms 2002-2022 og breytingu á deiliskipulaginu "Stykkishólmur miðbær - austan Aðalgötu" þannig að deiliskipulagið nái yfir reitinn og heimili uppbyggingu hótels með tilheyrandi þjónustu og möguleikum á íbúðarhúsnæði. Nefndin leggur áherslu á að skipulagstillagan falli vel að núverandi byggð og staðaranda gamla bæjarhlutans í Stykkishólmi sbr. markmið gildandi aðalskipulags og deiliskipulagsáætlana fyrir miðbæinn.

4.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2303038Vakta málsnúmer

Hafnarvagninn slf. sækir um stöðuleyfi fyrir skúr sem staðið hefur á hafnarsvæðinu undanfarin ár.
Skipulagsnefnd kallar eftir umsögn hafnarstjórnar.

5.Umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2303039Vakta málsnúmer

Hafnarvagninn slf. sækir um stöðuleyfi fyrir fish&chips vagn sem hefur verið á hafnarsvæðinu.
Skipulagsnefnd kallar eftir umsögn hafnarstjórnar.

6.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu fyrirspurn landeiganda Hóla 7.

Málið var tekið fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar en afgreiðslu frestað vegna óvissu um túlkun á merkingu skipulagsskilmála í Aðalskipulagi Helgafellssveitar 2012-2024 þ.m.t. kafla 4.1 um landbúnað og kafla 4.3 um frístundabyggð og ferðamennsku. Sjá einnig kafla 3.10.2 um umhverfismat frístundabyggðar. í kjölfar fundarins óskaði skipulagsfulltrúi eftir áliti Skipulagsstofnunar á byggingarheimildum fyrir jörðina Hóla.
Skipulagsnefnd bendir á nýframkomna óvissu um túlkun á byggingarheimildum í kafla 4.1 í greinargerð Aðalskipulags Helgafellssveitar 2012-2024 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við álit Skipulagsstofnunar sem óskað hefur verið eftir og leggja að því búnu fram minnisblað fyrir fund bæjarráðs til afgreiðslu.

7.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnarsvæðið við Skipavík, uppdráttur dags. 21.3.2023 ásamt drögum að greinargerð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. 123/2010.

Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar þar sem stjórnin felur skipulagsnefnd eða bæjarráði umboð sitt til að vinna frekar að og gera fyrir sína hönd formlega tillögu um deiliskipulag hafnarsvæðis til bæjarstjórnar í samræmi við fyrirligjandi gögn. aðlokinni auglýsingu verður tillagan lögð fram að nýju fyrir í hafnarstjórn.

Skipulagslýsing var kynnt í desember sl. samræmi við 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga. nr 123/2010. Á kynningartíma skipulagslýsingarinnar var haldinn opinn kynningarfundur í Amtbókasafninu. Lóðarhöfum var boðið til samráðsfunda á vinnslutíma lýsingarinnar sl. sumar og haust.

Vinnslutillaga var kynnt á fjölmennum opnum íbúafundi í Amtbókasafninu 8. mars sl. í samræmi við 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðarhöfum var aftur boðið til samráðsfunda á vinnslutíma vinnslutillögunnar.

Á 8. fundi skipulagsnefndar15. mars sl. gerði nefndin ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu í grundvallaratriðum en lagði til eftirfarandi:
1. Að ekki verði gert ráð fyrir landfyllingum í deiliskipulaginu.
2. Að byggingarreitir fyrir nýbyggingar á svæðinu verði að hámarki 1000 m2.
3. Að 850 m2 bygging á nýrri lóð á höfninni verði snúið með langhlið að Sundabakka þannig að megin athafnasvæðið utandyra verði sunnan við bygginguna. 4. Að ekki væri ástæða til að heimila stækkun á húsnæði Skipavíkur með viðbyggingum en að heimilaðar verði nýbyggingar innan lóðar (í ljósi innsendra umsagna og athugasemda er varða umfang uppbyggingar á svæðinu). Nefndin fól skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar í samráði við lóðarhafa.
5. Að leggja drög að svörum við athugasemdum Íslenska kalþörungafélagsins dags. 6.3.2023 og fylgja eftir öðrum erindum sem borist hafa í tengslum við vinnslutillöguna. Jafnframt vildi nefndin koma á framfæri þökkum til þeirra sem deilt höfðu ábendingum og athugasemdum við vinnslutillöguna.
7. Að lokum benti nefndin á að verið sé að vinna deiliskipulag fyrir athafnasvæði við Kallhamar og Hamraenda og að þar sé gert ráð fyrir umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni.
Skipulagsnefnd tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða tillögu og samþykkir að auglýsa hana í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með nánari útfærslu á eftirfarandi:
1. Að athuguð verði þörf fyrir stækkun á þjónustubyggingu í samráði við hafnarstjórn.
2. Að fundin verði staðsetning fyrir spennistöð á svæðinu í samráði við RARIK.
3. Að kvöð um umferð á lóð á Nesvegi 20a verði tímabundin þar til að ný aðstaða fyrir upptöku báta verður tilbúin.
4. Að útfæra þurfi betur hugmyndir um bátasafn á lóð Skipavíkur. Nefndin tekur vel í hugmyndir um uppbyggingu bátasafns.

Nefndin felur skipulagsfulltúa að vinna að ofangreindum uppfærslum í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 21:15.

Getum við bætt efni síðunnar?