Fara í efni

Skipulagsnefnd

8. fundur 15. mars 2023 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal á 3. hæð
Nefndarmenn
  • Gunnar Ásgeirsson (GÁ) aðalmaður
  • Gretar D. Pálsson aðalmaður
  • Steindór Hjaltalín Þorsteinsson aðalmaður
  • Hilmar Hallvarðsson aðalmaður
  • Kári Geir Jensson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristín Þorleifsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skipavíkursvæðis

Málsnúmer 1510008Vakta málsnúmer

Lögð er fram að nýju vinnslutillaga deiliskipulags hafnarsvæðis við Skipavík. Vinnslutillagan var kynnt á opnum íbúafundi 8. mars sl. Jafnframt eru lagaðar fram athugasemdir sem bárust við vinnslutillöguna. Vinnslutillagan verður uppfærð samkvæmt tillögum nefndarinnar og er stefnt að því að taka taka hana til umfjöllunar og afgreiðslu á aukafundi skipulagsnefndar 20. mars 2023.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða vinnslutillögu í grundvallaratriðum. Nefndin leggur til að ekki verði gert ráð fyrir landfyllingum í deiliskipulaginu og að byggingarreitir fyrir nýbyggingar á svæðinu verði að hámarki 1000 m2.

Nefndin leggur einnig til að 850 m2 bygging á nýrri lóð á höfninni verði snúið með langhlið að Sundabakka þannig að megin athafnasvæðið utandyra verði sunnan við bygginguna.

Í ljósi innsendra umsagna og athugasemda er varða umfang uppbyggingar á svæðinu, telur nefndin ekki ástæðu til að heimila stækkun á húsnæði Skipavíkur með viðbyggingum en að heimilaðar verði nýbyggingar innan lóðar. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að skoða málið frekar í samráði við lóðarhafa um byggingarheimildir, bátasýningu og kvöð við upptökubraut, sem hugsuð er til bráðabirgða þar til ný upptökubraut verður tekin í notkun.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja drög að svörum við athugasemdum Íslenska kalþörungafélagsins dags. 8.3.2023 og fylgja eftir öðrum erindum sem borist hafa í tengslum við vinnslutillöguna. Jafnframt vill nefndin koma á framfæri þökkum til þeirra sem sendu inn umsagnir og ábendingar við skipulagslýsinguna þegar hún var auglýst.

Nefndin bendir á að verið er að vinna deiliskipulag fyrir athafnasvæði við Kallhamar og Hamraenda en þar er gert ráð fyrir umfangsmeiri starfsemi í framtíðinni.

2.Saurar - Uppskipting jarðar

Málsnúmer 2303016Vakta málsnúmer

Benedikt Benediktsson óskar eftir leyfi fyrir uppskiptingu á landi Saura. Með uppskiptingunni verður til spildan Saurar 9. Einnig er skógræktin staðfest með hnitum.
Sótt er um að skrá eina nýja landeign, Saura 9, úr landi Saura (L-136854). Samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr.123/2010 þarf samþykki sveitarstjórnar þegar skipta á upp jörðum, löndum eða lóðum eða breyta landamerkjum og lóðamörkum. Í gildandi Aðalskipulagi Helgfellsveitar 2012-2024 er umrætt svæðið að mestu skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leiti umsókn um uppskiptingu jarðarinnar Saura í Saura 9.

3.Hólar 7. Fyrirspurn um byggingarheimildir

Málsnúmer 2303017Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir fyrirspurn landeiganda Hóla 7 ásamt samantekt skipulagsfulltrúa.
Máli frestað.

4.Yfirferð sviðsstjóra

Málsnúmer 2203017Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi gerir grein málum sem verið er að vinna á sviðinu.
Sviðstjóri fór yfir mál í vinnslu á sviðinu og svaraði spurningum.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?